Á landinu voru starfandi 1.373 læknar í lok árs 2018. Fyrir 37 árum voru aðeins 509 læknar starfandi. Fjölgunin nemur 161%. Að teknu tilliti til íbúafjölgunar á þessu tímabili hefur læknum fjölgað. Árið 1981 voru 456 íbúar á bak við hvern lækni um 2018 eru 260 íbúar á hvern lækni.
Svipuð þróun hefur orðið í fjölda hjúkrunarfræðinga. Árið 1981 voru 1.262 hjúkrunarfræðingar en 2018 voru þeir 3.115. Aðeins 113 íbúar eru á hvern hjúkrunarfræðing en þeir voru 184 árið 1981.
Miðað við þessar tölur sem Hagstofan birtir á vef sínum ættu að vera 27 læknar á Vestfjörðum sé þeim dreift um landið í samræmi við íbúafjölda og 62 hjúkrunarfræðingar.
Þá ættu að vera 40 sjúkraliðar, 6 ljósmæður, 10 félagsráðgjafar, 7 lyfjafræðingar og 6 tannlæknar.
Eftir því sem næst verður komist eru um 7 stöður heilsugæslulækna á Vestfjörðum, en ekki liggja fyrir tölur um aðrar stöður lækna í fjórðungnum.
Kostnaður við heilbrigðiskerfið er um 250-300 millljarðar króna á ári.