Í könnun sem spænski bílaframleiðandinn Seat lét vinna fyrir sig kom í ljós að þegar hundur er með í bílnum hefur hann góð áhrif á aksturslag ökumannsins.
Rúmlega helmingur hundaeigenda í könnun Seat sögust aka með meiri gætni þegar hundurinn væri með í för. Ábyrgðartilfinningin jókst til muna eftir því sem ökumaðurinn var yngri en minnkaði að sama skapi eftir sem ökumennirnir voru eldri.
Í umfjöllum um þessa könnun er tekið skýrt fram hversu mikilvægt það sé að hafa gæludýrin í búri eða í öryggisbelti á ferðalögum í bíl.
Þess má geta að í skoðunarkönnun sem gerð var í Bretlandi í fyrra kom í ljós að yfir helmingur hundaeigenda leyfir gæludýrum sínum að reika frjálsum þegar bifreiðin er á ferð. Þegar óhapp kemur upp geta tryggingarfélög þar í landi ógilt vátryggingarkörfur ef gæludýraeigendur hafa ekki gengið tryggilega frá dýrum sínum.
Í könnuninni kom enn fremur fram að 29% ökumanna sögðu að hundurinn þeirra „líki ekki við að vera spenntur niður“ og 25% prósent sögðu það þjóna litlum tilgangi á stuttri ferð.