Bolungavík: aflinn nærri 2.600 tonn í júní

Strandveiðibatar koma inn til löndunar. Mynd: Bolungavíkurhöfn.

Mjög góður afli varð hjá bátum í Bolungavík í síðasta mánuði. heildaraflinn var 2.578 tonn.

Togarinn Sirrý ÍS landaði 491 tonn eftir 5 veiðiferðir.

Sjö snuðvoðarbátar veiddu samtals tæplega 1.400 tonnum. Ásdís ÍS varð aflahæst með 531 tonn í 20 róðrum. Finnbjörn ÍS aflaði 298 tonn og Þorlákur 357 tonn.

Níu línubátar veiddu samtals um 420 tonn í mánuðinum. Jónína Brynja ÍS varð aflahæst með 117 tonn í 16 róðrum og Fríða Dagmar ÍS landaði 79 tonnum.

Strandveiðibátar  lönduðu 292 tonnum.

DEILA