Bolafjall: lokað vegna aurskriðu

Aurskriða fékk yfir veginn upp á Bolafjall í Bolungavík við neðri beygjuna og lokaði hún veginum á um 100 metra kafla.

Guðmundur Ragnarsson, starfsmaður Ratsjárstöðvarinnar sagði að búið  væri að moka skriðuna en vegurinn verður lokaður alla vega fram á laugardag vegna veðurútlitsins.

Myndir: Guðmundur Ragnarsson.

DEILA