Verð sjávarafurða lækkar enn frekar

Fiskvinnsla Jakobs Valgeirs í Bolungavík. Nú er landvinnslan vænlegust. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Verð sjávarafurða lækkaði um 2,3% í erlendri mynt í maí frá fyrri mánuði samkvæmt verðvísitölu sjávarafurða sem Hagstofa Íslands birti í morgun. Þetta er fjórði mánuðurinn í röð sem lækkun á sér stað.

Þetta kemur fram í fréttabréfi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.

Lækkunin síðustu mánuði gerir það að verkum að verðið  í erlendri mynt síðustu 12 mánuði, maí 2019 til maí 2020, hefur lækkað um 3,4%. Það er mikil breyting frá 12 mánaða breytingunni miðað við desember 2018 til desember 2019, en á því tímabili hækkaði verðið um 9,3%.

Landfrystar afurðir standa best

Framvindan er nokkuð misjöfn eftir afurðaflokkum, eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan. Þannig benda verðvísitölur botnfiskafurða til þess að landfrystar afurðir séu þær einu sem hafi haldið sjó á undanförnum mánuðum.

 

DEILA