Ísafjarðarbær og HSV hafa ákveðið að breyta aðgengi að Torfnesvelli. Á meðfylgjandi korti er breytingin sýnd.
Grænt svæði er eingöngu fyrir þátttakendur og starfsfólk leiksins.
Rautt svæði sýnir gönguleiðir að aðgönguhliði/miðasölu í stúku.
Samúel Samúelsson, formaður knattspyrnudeildar Vestra segir að aðgerðirnar séu liður í því að uppfylla leyfiskerfi KSÍ sem sett er fyrir lið í tveimur efstu deildum Íslandsmótsins. Einnig er verið að hækka girðingu við Skutulsfjarðarbraut upp í 2 metra og segir Samúel að svæðið muni uppfylla reglur KSÍ fyrir fyrsta leik sumarsins um helgina.
Fram til þess hefur völlurinn verið á undanþágu en nú verður bætt úr.