Sjóvá Kvenna­hlaup ÍSÍ verður haldið þann 13. júní 2020

Margrét Erla Maack í Kvennahlaupsbolnum 2020

Fyrsta Kvenna­hlaupið var haldið árið 1990. Upp­haf­lega var markmið hlaups­ins að fá fleiri konur út að hreyfa sig og að hvetja konur til þátt­töku í starfi íþrótta­hreyf­ing­ar­innar á Íslandi.

Þau markmið hafa um margt náðst þar sem konur hreyfa sig mun meira í dag en fyrir 30 árum, ís­lenskar íþrótta­konur eru að ná frá­bærum ár­angri á heimsvísu og margar konur í for­svari fyrir íþrótta­hreyf­ing­una hér­lendis.

Í dag er áherslan ekki hvað síst á sam­stöðu kvenna, að hver njóti þess að hreyfa sig á sínum for­sendum og eigi ánægju­lega sam­veru­stund með fjöl­skyldu og vinum.

Hlaupið er ár­viss viðburður hjá mörgum konum sem taka dag­inn frá til að hlaupa með dætrum, mæðrum, ömmum, systrum, frænkum og vin­konum sínum og margir karl­menn slást líka í hóp­inn.

Á þessum tímum er mik­il­vægt sem aldrei fyrr að hlúa að heils­unni og rækta sam­bandið við vini okkar og vanda­menn.

Á Vestfjörðum verður hlaupið á eftirfarandi stöðum

Reyk­hólum við Reyk­hóla­kirkju kl. 11:00
Ísa­fjörður á Torf­nes kl.11:00
Bol­ung­ar­vík við Ráðhúsið kl. 13:00
Flat­eyri við Sund­laug­ina kl. 11:00
Suður­eyri við Sund­laug­ina kl. 11:00
Vest­ur­byggð, Barðaströnd við Birki­mel kl.20:30
Tálkna­fjörður við Sundlaugina kl. 13:00
Þing­eyri við Sund­laug­ina kl. 11:00
Staður við Tanga­húsið kl.13:00
Hólma­vík við Íþróttamiðstöðina kl. 11:00
Drangs­nes við Fisk­vinnsl­unni kl. 11:00

DEILA