Samkvæmt upplýsingum frá Samgöngustofu hefur rafmagnshlaupahjólum fjölgað mikið undanfarið.
Rétt þykir því að benda á eftirfdarandi atrið.
Samkvæmt umferðarlögum er ekkert aldurstakmark á vélknúin hlaupahjól en ávallt skal fara eftir þeim viðmiðum og leiðbeiningum sem framleiðandi hjólsins leggur til.
Vélknúin hlaupahjól (rafmagnshlaupahjól) tilheyra flokki reiðhjóla og eru hönnuð til aksturs á hraða frá 6 km á klst. upp í 25 km á klst, sjá skilgreiningu í 3. grein umferðarlaga lið 30 c.
Í umferðarlögum kemur fram að slíkum farartækjum má þó ekki aka á akbraut en þau lúta að öðru leyti sömu reglum og reiðhjól t.d. hvað varðar öryggisbúnað og mikilvæg atriði sem vert er að hafa í huga þegar hjólað er á gangstígum.
Rétt er að minna sérstaklega á að börn og ungmenni undir 16 ára aldri eiga skv. lögum alltaf að nota hjálm við hjólreiðar.
Þá er rétt að minna á að ekki er heimilt að hafa farþega á slíku farartæki, enda eru þau fæst búin til þess. Óþarfi er að minna á slysahættuna af slíkri háttsemi.