Ofan­flóða­varnir á Bíldudal í undirbúningi

Bíldudalur

Fundur til kynn­ingar á frum­hönnun ofan­flóða­varna á Bíldudal vegna Stekkj­argils/Gils­bakkagils og Milli­gils verður haldin í félags­heim­ilinu Bald­urs­haga, fimmtu­daginn 11. júní kl. 17:30.

Aðili frá ofanflóðavörnum, sérfræðingar frá Verkís og Landmótum ásamt aðilum frá Vesturbyggð munu standa fyrir kynningu á frumhönnun á mannvirkum og varnargörðum sem til stendur að reisa ofan Bíldudals.

Í frumhönnun er gerð grein fyrir framkvæmdinni, helstu áhrifaþáttum hennar og líklegum áhrifum á umhverfisþætti.

Fólki gefst tækifæri á að koma fram með spurningar / athugasemdir og fá svör við þeim. Fólk er hvatt til að kynna sér framkvæmdina með því að skoða meðfylgjandi hlekk hér fyrir neðan.
https://content.vesturbyggd.is/wp-content/uploads/2020/06/frumhonnun-kynning-fyrir-ibua-bildudal.pdf

DEILA