Alls varð heildarafli íslenskra skipa rúm 178 þúsund tonn á fyrsta ársfjórðungi 2020 sem er 25% minni afli en á sama tímabili árið 2019.
Aflasamdráttur varð í nær öllum fisktegundum. Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands.
Þar segir einnig að aflaverðmæti fyrstu sölu hafi verið tæpir 34,2 milljarðar króna á fyrsta ársfjórðungi 2020 sem er samdráttur um 5,6% miðað við sama tímabil 2019.
Verðmæti botnfisktegunda nam um 31,5 milljörðum á fyrsta ársfjórðungi og stendur í stað á milli ára þrátt fyrir 9% samdrátt í aflamagni. sem bendir til þess að verð hafi hækkað milli ára.
Í aflamagni munar mest um kolmunna þar sem afli var 45 þúsund tonnum minni en í fyrra og er það 48% minna bæði hvað varðar aflamagn og aflaverðmæti.