Menntaskólinn á Ísafirði útskrifaði á laugardaginn 21 dagskólanemanda, 8 dreifnámsnemendur og 10 nemendur í fjarnámi sem valið hafa að útskrifast frá skólanum og eru stórum hluta eru búsettir utan Vestfjarða. Alls voru útskrifaðir 39 nemendur með 40 skírteini.
Þrjátíu og tveir nemendur luku stúdentsprófi. Flestir þeirra eða 12 voru á opinnu braut. Sjö útskrifuðust af félagsvísindabraut og jafnmargir af náttúruvísindabraut. Þrír útskrifuðust af afreksíþróttasviði. Fimm luku skiptstjórnarprófi A og vélstjórnarnámi B , sjúkraliðanámi og framhaldsskólapróf af lista- og nýsköpunarbraut luku samtals þrír, einn af hverju.
Eftirfarandi nemendur fengu verðlaun fyrir námsárangur, ástundun og félagsstörf :
Gylfi Sigurðsson
Verðlaun Orkubús Vestfjarða fyrir góðan námsárangur í skipstjórnargreinum
Birkir Jónas Einarsson
Verðlaun til minningar um hjónin Margréti Leósdóttur og Jóhann Júlíusson.
Gefin af Kristjáni G. Jóhannssyni og Ingu S. Ólafsdóttur. Verðlaunin eru veitt fyrir góða ástundun og árangur í vélstjórnargreinum
Ásdís Halla Guðmundsdóttir
Semidúx með einkunnina 9,2
Verðlaun Háskólans í Reykjavík fyrir góðan námsárangur í eðlisfræði og stærðfræði. Auk bókargjafar fær verðlaunahafinn nýnemastyrk og niðurfelld skólagjöld fyrstu önnina kjósi hann að hefja nám við Háskólann í Reykjavík.
Verðlaun Eymundsson fyrir góðan námsárangur í ensku
Verðlaun Sögufélags Ísfirðinga fyrir góðan námsárangur í sögu
Ásrós Helga Guðmundsdóttir
Verðlaun Ísfirðingafélagsins í Reykjavík til minningar um Jón Leós, veitt fyrir lofsverða ástundun, framfarir í námi og félagsstörf
Árný Margrét Sævarsdóttir
Verðlaun Danska sendiráðsins fyrir góðan námsárangur í dönsku
Verðlaun Þýska sendiráðsins fyrir góðan námsárangur í þýsku
Georg Rúnar Elfarsson
Verðlaun Gámaþjónustu Vestfjarða fyrir góðan námsárangur í umhverfismennt.
Hildur Karen Jónsdóttir
Verðlaun Landsbankans fyrir góðan námsárangur í sálfræði og uppeldisfræði
Menntaverðlaun HÍ fyrir góðan námsárangur á stúdentsprófi, ástundun og eftirtektaverða þátttöku í félagsstörfum. Auk bókargjafar fær verðlaunahafinn styrk sem nemur upphæð skráningargjalds fyrsta skólaárið kjósi hann að hefja nám við Háskóla Íslands.
Karolina Anikiej
Verðlaun Íslandsbanka fyrir góðan námsárangur í félagsgreinum
Karólína Sif Benediktsdóttir
Verðlaun Sjóvár fyrir félagsstörf
Lára Ósk Albertsdóttir
Verðlaun Embættis landlæknis fyrir góðan námsárangur í heilsutengdum fögum
Monika Janina Kristjánsdóttir
Verðlaun Menntaskólans á Ísafirði fyrir góðan námsárangur í frönsku
Sigríður Erla Magnúsdóttir
Verðlaun Menntaskólans á Ísafirði fyrir skapandi greinar
Þuríður Kristín Þorsteinsdóttir
Verðlaun Kerecis fyrir góðan námsárangur í líffræði og lífeðlisfræði
Verðlaun til minningar um Guðbjart Guðbjartsson sem gefin eru af Ragnheiði Hákonardóttur, Guðbjarti Ásgeirssyni og fjölskyldu fyrir framúrskarandi árangur í raungreinum.
Verðlaun Menntaskólans á Ísafirði fyrir góðan námsárangur í íslensku
Verðlaun Aldarafmælissjóðs Ísafjarðarbæjar fyrir hæstu meðaleinkunn á stúdentsprófi.
Hér koma myndir frá athöfninni sem bb.is fékk frá Menntaskólanum.