Lærðu að kasta flugu

Fræðslumiðstöð Vestfjarða í samvinnu við Stangaveiðifélag Ísfirðinga verður nú í júní með námskeið fyrir byrjendur og lengra komna í flugukasti.

Námskeiðið fyrir byrjendur og þá sem ekki hafa prufað að kasta flugu verður 10 júní kl. 20:00 við Syðridalsvatn í Bolungarvík. Farið verður í grunnþætti þess að kasta og veiða á flugustöng.

Á eftir verður æfingatími þar sem leiðbeinandi gengur á milli og aðstoða hvern eftir bestu geti og bendir á hvernig hægt er að halda áfram að æfa sig eftir námskeiðið.

Námskeiðið fyrir þá sem hafa prófað að kasta flugu en vilja bæta færnina sína verður 15. júní kl. 20:00 við Syðridalsvatn í Bolungarvík. Lögð verður áhersla á að æfa fluguköst með bæði einhendu og tvíhendu.

Gott ef þátttakendur koma með stangir með sér en einnig verða nokkrar stangir uppsettar fyrir þá sem ekki eru með flugustangir.

Námskeiðin eru í boði Stangaveiðifélagsins og kennari er Jón Páll Hreinsson, stangveiðimaður og bæjarstjóri í Bolungarvík.

DEILA