Nú er farið í loftið auglýsingaátak með slagorðinu „Keyrðu kjálkann í sumar“.
Er átakinu ætlað að varpa ljósi á alla fjölbreyttu afþreyinguna sem er á svæðinu en það vita líklega ekki allir að á Vestfjörðum eru yfir 100 veitingastaðir, 70 gististaðir og yfir 100 skipulagðir viðburðir í sumar.
Við hvetjum alla til að deila efni herferðarinnar og auðvita alla til að Keyra kjálkann í sumar!
Allar helstu upplýsingar um ferðaþjónustu á Vestfjörðum má finna inn á vestur.is