Það stefnir í gott golfsumar á Golfvellinum í Tungudal og verður Golfklúbbur Ísafjarðar með öflugt starf í sumar og býður upp á námskeið fyrir unga sem aldna.
Félagsfundur
Mánudaginn 8. júní kl. 18:00 verður haldinn félagsfundur í golfskálanum í Tungudal þar sem stjórn félagsins kynnir hin ýmsu mál er varðar sumarstarfið og fer yfir þætti eins og framkvæmdir á vellinum, golfnámskeið, mótaskrá o.fl.
Upprifjunar- og nýliðakvöld
Um kvöldið hefst síðan upprifjunar- og nýliðakvöld fyrir alla sem hafa áhuga á að kynna sér golfíþróttina. Verður þetta haldiða á þremur kvöldum:
Mánudaginn 8. júní frá 20:00 – 21:00
Þriðjudaginn 9. júní frá 20:00 – 21:00
Fimmtudaginn 11. júní frá 20:00 – 21:30
Barna- og unglinganámskeið
Fimmtudaginn 11. júní hefst síðan sumarnámskeið fyrir börn- og unglinga sem haldið verður á mánudögum og fimmtudögum frá 12:10 – 12:50.
Kvennagolf
Eins og önnur sumur, þá verður kvennagolf á hverjum þriðjudegi fyrir skráða félagsmenn. Hefst kvennagolfið kl. 17:00 þar sem spilaðar verða 9 holur og boðið upp á súpu eftir hringinn.
Formaður Golfklúbbs Ísafjarðar er Jakob Ólafur Tryggvason.