Ísafjarðarprestakall – Sjómannadagurinn 2020

Ísafjarðarkirkja séð frá Eyrartúni. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson

Sjómannadagurinn er næstkomandi sunnudag, þann 7. júní.  Að þessu sinni verður dagskráin með örlítið breyttu sniði því hún mun öll fara fram utandyra.

 

Klukkan tíu árdegis verður gengið frá Hnífsdalskapellu með blómsveig og fána og haldið út í Hnífsdalskirkjugarð.  Þar mun sóknarpresturinn vera með hugvekju.  Minnst verður látinna sjómanna á hefðbundinn hátt.

 

Klukkan ellefu árdegis verður safnast saman við minnismerki sjómanna á Eyrartúni á Ísafirði.  Sóknarpresturinn verður með hugvekju.  Hópur blásara spilar.  Minnst verður látinna sjómanna og blómsveigur lagður að minnismerkinu.

 

Sjómannadagurinn er helgaður minningu allra sjómanna ásamt því að vera fyrirbænardagur fyrir þeim, sem sækja sjó.  Sjómannadagurinn er ávallt haldinn fyrsta sunnudag í júní nema þegar svo ber til að hvítasunnan lendir á þessari helgi þá er sjómannadagurinn hafður viku seinna.

 

Fréttatilkynning frá Ísafjarðarprestakalli.

DEILA