Hafrannsóknastofnun mun kynna úttekt á ástandi helstu nytjastofna og ráðgjöf fyrir næsta fiskveiðiár þann 16. júní.
Kynningin fer fram í nýjum höfuðstöðvum stofnunarinnar að Fornubúðum 5, Hafnarfirði.
Að sögn Jóns Kristjánssonar fiskifræðings sýna niðurstöður úr nýafstöðnu togararalli að þorskstofninn fer hraðminnkandi en vísitala þorsks mældist nú um 25% lægri en í fyrra og um 50% lægri en hún var 2017.
Þar sem ráðgjöf um leyfilega veiði byggist á því að veidd séu 20% stofnsins er næsta víst að aflaheimildir í þorski muni fara úr 260 þús. tonnum í 200 þús. tonn, minnka um 60 þús tonn, beiti ekki Hafró einhverjum reiknibrellum til að fegra árangur sinn í uppbyggingu fiskistofna.
Jón sem hefur verið mjög gagnrýninn á fiskveiðistjórnunarkerfið segir að þegar vegferðin undir stjórn Hafró hófst hafi verið lofað 500 tonna árlegum afla þorsks en nú fer hann líklega niður fyrir 200 þús. tonn.