Hér er samantekt af því helsta sem gerðist í vikum 25 & 26 við vinnu Dýrafjarðarganga.
Klárað var að malbika veginn í göngunum og helminginn af útskotunum. Steyptur kantur var lagður meðfram veginum í göngunum.
Unnið var í tæknirýmum og fjarskiptahúsum við lagnavinnu og tengingar.
Unnið var við fyllingar yfir vegskálann í Arnarfirði.
Unnið var við skeringar og fláafyllingar í veginum í Arnarfirði ásamt jöfnun undir neðra burðalag. Í Dýrafirði voru settar upp girðingar á tæplega 2 km kafla.
Á meðfylgjandi myndum má sjá uppsetningu girðingu, lagningu á steyptum kanti og malbikaðan veg.