Bolungavík: bæjarráð þakkar Landsbankanum

Á fundi bæjarráðs Bolungavíkur á þriðjudaginn var tekið fyrir bréf frá Helga Teits Helgasonar, framkvæmdastjóra einstaklingssviðs Landsbankans þar sem greint var frá því að afgreiðsla bankans í Bolungavík yrði lögð niður.

Bæjarstjóra var falið að ræða við Landsbankann um að hefja reglulegar
þjónustuheimsóknir í Bolungarvík með áherslu á að þjónusta þann hóp sem ekki hefur
tileinkað sér rafrænar lausnir og horfa sérstaklega til íbúa í Hvíta Húsinu.

Jafnframt var gerð eftirfarandi bókun:

Bæjarráð þakkar Landsbankanum fyrir þá þjónustu sem hann hefur veitt íbúum
Bolungarvíkur. Þessar breytingar koma í sjálfu sér ekki á óvart í ljósi frétta af lokunum
bankaútibúa um allt land. Bankaþjónusta er að breytast hratt og reynsla samfélagsins í
Covid treysti trú okkar allra á rafrænar lausnir. Bankaþjónusta er því ekki að hverfa frá
Bolungarvík og hér gilda rafrænar lausnir á sama hátt og hjá öðrum landsmönnum.
Bæjarráð Bolungarvíkur leggur áherslu á að fundin verði viðunandi lausn fyrir þann hóp
samfélagsins sem ekki hefur tileinkað sér rafrænar lausnir og leggja þarf sérstaka áherslu
á þjónustu við eldri borgara í Bolungarvík.

DEILA