Bolungavík: aflinn í maí var 1.171 tonn

Frá Bolungavíkurhöfn. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Alls var landað 1.171 tonni í Bolungavíkurhöfn í maímánuði. Strandveiðar hófust þann 6. maí og var afli strandveiðibáta 178 tonn í mánuðinum.

Togarinn Sirrý landaði 200 tonnum eftir þrjár veiðiferðir.

Fjórir snurvoðarbátar öfluðu samtals 271 tonni. Ásdís ÍS var þeirra aflahæst með 132 tonn í 16 veiðiferðum, Finnbjörn ÍS landaði 50 tonnum eftir 7 róðra, Þorlákur ÍS og Páll Helgi ÍS voru hvor um sig með 81 tonn, Þorlákur í 6 veiðiferðum og Páll Helgi í 13.

Einar Hálfdáns ÍS var aflahæstur línubáta með 130 tonn eftir 14 róðra.  Otur II ÍS var með 98 tonn og Guðmundur Einars ÍS með 67 tonn. Þessir bátar reru 13-14 róðra.  Jónína Brynja ÍS var með 55 tonn og Fríða Dagmar ÍS aflaði 41 tonn, hvor um sig eftir 4 róðra.

Átt aðrir bátar voru á línu- eða handfæraveiðum og öfluðu nærri 60 tonn.

 

DEILA