Umsóknarfrestur um Byggðakvóta er til 4. júní

Fiskistofa auglýsir eftir umsóknum um byggðakvóta til fiskiskipa skv. ákvæðum reglugerðar nr. 676/2019 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2019/2020.

Auk reglugerðarinnar er vísað til sérstakra úthlutunarreglna í neðanskráðum byggðalögum sbr. auglýsingu nr. 463/2020 í Stjórnartíðindum.

Auglýst er eftir umsóknum fyrir:
Tálknafjörð
Ísafjarðarbæ (Þingeyri, Flateyri, Suðureyri, Hnífsdal og Ísafjörð)
Súðavíkurhrepp (Súðavík)
Fjallabyggð (Siglufjörð og Ólafsfjörð)
Akureyrarkaupstað (Grímsey og Hrísey)
Dalvíkurbyggð (Dalvík, Árskógssand og Hauganes)

Sækja skal um byggðakvóta á vef Fiskistofu.
Staðfesting á samningi um vinnslu afla skal vera undirritaður og staðfestur af sveitarfélagi.
Vakin skal athygli á því að umsóknin telst ekki gild nema samningur um vinnslu fylgi þar sem við á.

DEILA