Ráðherra ákveður heildarafla fyrir rækjuveiðar við Snæfellsnes

falleg rækja um borð í Halldóri Sigurðssyni ÍS. Mynd: Marzellíus Sveinbjörnsson.

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur gefið út reglugerð um leyfilegan heildarafla fyrir rækjuveiðar við Snæfellsnes.

Reglugerðin er í samræmi við ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar og er í gildi til 15. mars 2021.

Rækjuafli við Snæfellsnes var mestur árin 1992–1995. Vísitala veiðihlutfalls var há þessi ár og í kjölfarið hrundi stofninn.
Síðan þá hefur vísitala veiðihlutfalls sveiflast í kringum markgildi.
Stofnvísitalan hefur verið sveiflukennd en lág frá árinu 2017 miðað við meðaltal áranna 2008-2016.

Í samræmi við varúðarsjónarmið lagði stofnunin til að rækjuveiðar verði ekki meira en 491 tonn við Snæfellsnes, en þetta er töluverð hækkun frá síðasta ári þegar leyfilegur heildarafli var 393 tonn.

DEILA