Náttúrustofa Vestfjarða fær 5 miljónir úr Loftslagssjóði

Stjórn Loftslagssjóðs hefur lokið við úthlutun. Alls bárust 203 gildar umsóknir í Loftslagssjóð og voru 32 þeirra styrktar eða um 16% umsókna.

Náttúrustofa Vestfjarða fékk þennan styrk í samstarfi við RORUM og Náttúrustofu Austurlands. Framkvæmdastjóri RORUM er Þorleifur Eiríksson fyrrverandi forstöðumaður Náttúrustofu Vestfjarða.

Sótt var alls um 1.3 milljarða og veitt alls um 165 miljónir eða um 13%. Alls voru 10 nýsköpunarverkefni styrkt og 22 kynningar- og fræðsluverkefni.

Þetta er í fyrsta sinn sem úthlutað er úr Loftslagssjóði en umsóknarfrestur var þann 30. janúar s.l.

Sjóðurinn heyrir undir umhverfis- og auðlindaráðherra.
Hlutverk sjóðsins er að styðja við nýsköpunarverkefni á sviði loftslagsmála og verkefni sem lúta að kynningu og fræðslu um áhrif loftslagsbreytinga.

DEILA