Kómedíufélagið hefur fengið styrk frá Leiklistarráði að upphæð 3.940.000 kr til þess að setja up leikritið Beðið eftir Beckett.
Elfar Logi Hannesson forsvarsmaður Kómedíuleikhússins segir að leikurinn verði frumsýndur í Kómedíuleikhúsinu í Haukadal í lok ágúst. Eftir það verður farið í leikferð um landið og sýnt fyrir norðan, austan og sunnan. Hann segir að svo sannlega sé þetta mikil viðurkenning fyrir Kómedíuleikhúsið og atvinnuleiklist á landsbyggð. „Við smælum allan hringinn“ sagði Elfar Logi.
Veittir voru styrkir að upphæð 95 milljónum króna til 30 verkefna sem skiptast þannig: níu leikverk, fjögur sviðsverk fyrir börn, þrjú söngverk, fimm dansverk, tvær sirkussýningar, tvær hátíðir, fimm rannsóknar- og námskeiðsverkefni.
Í janúar fékk Kómedíuleikhúsið 3.190.000 kr styrk frá Leiklistarráði til verksins Bakkabræður.