Háskólasetur Vestfjarða: meistaravörn á mánudag

Maria Pazandak ver meistaraprófsritgerð sína um aðkomu hagsmunaaðila að leyfisveitingum fyrir sjávareldi í Bandaríkjunum.

Aðkoma hagsmunaaðila að leyfisveitingum fyrir sjávareldi í Bandaríkjunum

Mánudaginn 11. maí kl. 13:30 mun Maria Pazandak verja meistaraprófsritgerð sína í haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetur Vestfjarða. Meistaraprófsvörnin er opin almenningin en vegna samkomubanns af völdum COVID-19 verður vörnin aðgengileg á netinu á YouTube rás Háskólaseturs.

Ritgerðin ber titilinn „Stakeholder Engagement in the U.S. Offshore Aquaculture Permitting Process.“ Nánari upplýsingar má nálgast í úrdrætti á ensku.

Leiðbeinendur verkefnisins eru dr. Dorothy J. Dankel, vísindakona við Háskólann í Bergen í Noregi og David Goldsborough, dósent og vísindamaður við Van Hall Larenstein háskólann í Leeuwarden í Hollandi og kennari við Háskólasetur Vestfjarða. Prófdómari er Susan Faraday, lektor í sjávarútvegsfræðum við University of New England í Bandaríkjunum.

DEILA