Grásleppuveiðar verða bannaðar frá og með miðnætti aðfararnótt sunnudags 3. maí samkvæmt reglugerð sem útgefin var af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu síðdegis í gær.
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Fiskistofu.
Samkvæmt því falla öll útgefin leyfi til grásleppuveiða út gildi frá og með þeim tíma.
Mun færri bátar hafa verið að veiðum í ár en í fyrra vegan markaðsaðstæðna og veðurfars.
Þrátt fyrir þetta verður heimilt að gefa út leyfi til grásleppuveiða í allt að 15 daga til þeirra sem stunduðu grásleppuveiðar árin 2018 eða 2019 á Breiðafirði, svæði 2, samkvæmt leyfum sem tóku gildi 20. maí eða síðar þau ár.