Fyrir þá sem vilja ferðast um sunnanverða Vestfirði í sumar er rétt að benda á bókina Barðastrandarhreppur eftir Elvu Björg Einarsdóttur.
Höfundur segir í kynningu á bókinni:
Það var sérstakt stefnumót sem við áttum, ég og sveitin mín, fyrir um áratug er ég leitaði róta
og þeirrar tilfinningar að tilheyra og vera heima.
Í öfugum takti við mig var engu líkara en að sveitin vildi fá að ferðast, þessi ferðarinnar staður, fá að hefjast upp úr lyngi
vöxnum brekkum sínum og mildum sandi.
Í svo fögur en samt svo fjarri, ekki vegna fjarlægðarinnar sjálfrar, heldur vegna þess að hér hefur enginn sagt fólki hvers vegna það eigi að staldra við.
Barðastrandarhreppur liggur við norðanverðan Breiðafjörð og um hann eru alfaraleiðir til allra átta á landi og sjó.
Fegurð hans er óumdeilanleg, eyjarnar lónandi á firðinum, kjarri vaxnir dalir, tignarleg fjöllin.
Með bókinni fylgir kort af svæðinu.