Fasteignasala í apríl 242 m.kr.

Tunguhverfi á Ísafirði.

Umsvif á fasteignamarkaðnum á Vestfjörðum var með svipuðum hætti í apríl og verið hafði í febrúar og mars. Hins vegar var veltan í janúar tvöfalt meiri.  Þetta kemur fram í nýju fréttabréfi frá Þjóðskrá Íslands.

Á Vestfjörðum var 10 samningum þinglýst. Þar af voru 2 samningar um eignir í fjölbýli, 7 samningar um eignir í sérbýli og 1 samningur um annars konar eign. Heildarveltan var 242 milljónir króna og meðalupphæð á samning 24,2 milljónir króna.

Af þessum 10 voru 6 samningar um eignir á Ísafirði. Þar af voru 2 samningar um eignir í fjölbýli og 4 samningar um eignir í sérbýli. Heildarveltan var 166 milljónir króna og meðalupphæð á samning 27,7 milljónir króna.

Salan dróst saman um helming á höfuðborgarsvæðinu í apríl og varð um 15 milljarðar króna í stað 33 milljarða króna í mars.  Á landsbyggðinni varð veltan í apríl um 6 milljarðar króna og gætti víðast hvar ekki sömu samdráttareinkenna þar og var á höfuðborgarsvæðinu.

DEILA