Fallbyssuæfing við ísröndina – Hafís nálægt landi

Áhöfnin á varðskipinu Tý hélt fallbyssuæfingu við ísröndina NV af Vestfjörðum á föstudag.

Alls var 64 skotum skotið í átt að ísjaka sem notaður var sem skotmark. Af meðfylgjandi myndbandi að dæma virðist æfingin hafa gengið einstaklega vel og ekki skemmdi fyrir að veðrið var með besta móti.

Samkvæmt upplýsingum Veðurstofunnar frá í gær hefur verið skýjað að mestu og því erfitt að greina hafísinn á ljósmyndum.

Ískort byggist því að mestu á ratsjármælingum úr gervitungli (SAR) 9. til 11. maí.

Ísbreiðan virðist fremur gisin, en er komin vel inn fyrir miðlínu, að meðaltali 31 sml á um 223 sml jaðri.
Næst er komin ísspöng 22 sml norður af Kögri.

Stakir borgarjakar geta verið á sveimi nær landi. Vindátt er norðvestlæg í dag (mánudag), en snýst í suðvestanátt á morgun (þriðjudaga).

Erfitt að því að áætla rekstefnu íssins, en ekki er ólíklegt að hann þokist nær landi næstu tvo sólarhringa.

DEILA