Auðbjörn ÍS 17

Auðbjörn ÍS 17 á Pollinum á Ísafirði. Ljósmynd: Sigurgeir B Halldórsson

Auðbjörn ÍS 17 er sagður smíðaður í Djupvik í Svíþjóð árið 1929. Báturinn var úr eik og fura og var 43 brl. með 90 ha. Ellwe vél.

Eigendur voru Hinrik Guðmundsson, Sigurður Ingvarsson og fl. á Ísafirði.

Þann 3 nóvember 1943 var Samvinnufélag Ísfirðinga á Ísafirði skráður eigandi bátsins.
Ný vél var sett í bátinn 1943 og var það 120 ha. Vittop vél. Aftur var sett ný vél 1945 og þá 160 ha. Lister díesel vél.

Báturinn var talinn ónýtur og tekinn af skipaskrá árið 1968.

Í gömlum Íslenskum sjómannaalmanökum frá 1931 og síðar er Auðbjörn sagður smíðaður í Gautaborg.
Tvær aðrar heimildir segja hann smíðaðan í Djupvík í Svíþjóð, ásamt Gunnbirni ÍS 18.
Það er spurning hver hinn rétti smíðastaður er.

DEILA