Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefur ráðstafað 200 milljón kr. viðbótarframlagi til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða á árinu 2020 með hliðsjón af vinnu stjórnar sjóðsins frá úthlutun ársins 2020 í mars sl.
Með fjárveitingunni, sem er hluti af sérstöku tímabundnu fjárfestingarátaki stjórnvalda vegna COVID-19 faraldursins, verður unnt að hraða uppbyggingu innviða á ferðamannastöðum um allt land sem stuðla að öryggi ferðamanna og verndun náttúru landsins.
Alls hljóta 15 verkefni, til viðbótar við þau 33 verkefni sem tilkynnt var að fengju styrk úr sjóðnum í mars sl., brautargengi. Um er að ræða verkefni víðsvegar um landið sem sóttu um í sjóðinn við síðustu úthlutun en náðu ekki fram að ganga. Stærstur hluti úthlutunarinnar, eða 43%, rennur til verkefna á Norðurlandi eystra. Þá renna 28% til verkefna á Suðurlandi.
Ferðamálastofa mun á næstunni hafa samband við styrkþega og gera við þá samninga um framkvæmd verkefnanna.
Þau verkefni sem fengu styrk að þessu sinni eru:
Hjarðarhagi ehf
Torfhúsin í Hjarðarhaga: Bætt
aðgengi fyrir ferðamenn.
Austurland
1.243.100
Skógræktarfélag Reykjavíkur
Tengileið Mógilsá –
Kollafjarðará
Höfuðborgarsvæðið
17.000.000
Akureyrarbær
Stígagerð og brúun í
fólkvangnum á Glerárdal frá
bifreiðastæði að Lamba (skála
ferðafélags Akureyrar)
Norðurland eystra
21.485.000
Langanesbyggð
Hafnartangi á Bakkafirði –
áningarstaður við ysta haf
Norðurland eystra
30.000.000
Norðurþing
Bifröst við Heimskautsgerði –
velkomin
Norðurland eystra
35.000.000
Sveitarfélagið Hornafjörður
Göngu- og hjólastígur milli
Svínafells og Skaftafells
Suðurland
12.000.000
Vestmannaeyjabær
Markviss uppbygging
gönguleiðar með vesturströnd
Heimaeyjar
Suðurland
6,180,000
Vestmannaeyjabær
Lagfæringar á gönguleið í
Dalfjalli
Suðurland
13.000.000
Fannborg ehf
Áningarstaður við Gýgjarfoss
Suðurland
2.412.620
Katla Jarðvangur ses.
Aukið öryggi við útsýnisstopp
hjá Eyjafjallajökli
Suðurland
3.512.800
Skálholt
Þorláksleið,
gönguleiðaverkefni
Suðurland
19.000.000
Suðurnesjabær
Aðkomusvæði við
Skagagarðinn, nýr
ferðamannastaður
Suðurnes
11.680.000
Suðurnesjabær
Göngustígur frá Kirkju að höfn
í Garði
Suðurnes
3.040.000
Eyja-og Miklaholtshreppur
Útisvæði við Gestastofu
Snæfellsness
Vesturland
7.607.000
Dalabyggð
Minningarreitur um
sagnaritarann Sturlu
Þórðarson
Vesturland
16.158.307