Vetrarveður á Vestfjörðum

Það er kuldalegt í höfninni í Bolungavík. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Nú er bálhvasst norðanveður á Vestfjörðum og vindur víða meiri en 20 metrar á sekúndu. Spáð er að veðrið fari að ganga niður í kvöld og vindur verði orðinn tiltölulega hægur um hádegisbilið á morgun.

Á þessum myndum frá Ísafjarðarhöfn sem Marzellíus Sveinbjörnsson tók í morgun má sjá að allhvasst er á Pollinum.

 

DEILA