Út er komin fjórða skýrsla ráðgjafahóps um raforkuöryggi á Vestfjörðum.

Í rúman áratug hefur verið unnið að því að semja skýrslur um afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum

Á vef Orkustofnunar hefur nú verið birt fjórða skýrsla ráðgjafahóps sem iðnaðarráðherra skipaði upphaflega árið 2009, til þess að meta leiðir til að bæta raforkuöryggi á Vestfjörðum.

Þessar fjórar skýrslur sem eru um 120 blaðsíður samtals er hægt að nálgast á vefsíðu Orkustofnunar en þær komu út árin 2012,2013,2014 og 2020.

Helstu tillögur hópsins eru eftirfarandi:

Samræma vegagerð og strenglagnir vegna raforkuflutnings og dreifingar.
Skipuleg vinna með afrennsliskort til þess að greina möguleika á minni og stærri vatnsaflskostum.
Skoðun á minni og öðruvísi virkjanakostum á Glámu hálendinu (Kjálkafjörður).
Skoða þarf að setja löggjöf sem kveður á um skyldu um myndun vatnsnýtingarfélags á hverju einstöku vatnasvæði. Þannig er komið í veg fyrir að litlir eigendur geti stöðvað virkjanaframkvæmdir.
Efnahagsleg og félagsleg greining á þýðingu jarðhita fyrir minni byggðarlög.
Kanna þarf leiðir til þess að greiða niður eignastofn vegna dreifingar raforku í dreifbýli.
Skoða betur möguleika á uppsetningu lághitavirkjana á svæðum sem eru með yfir 100°C hita.
Frekari kortlagning á jarðhitakostum á Vestfjörðum.

Ekki kemur fram hvenær má vænta þess að næsta skýrsla komi út.

DEILA