Um hvað er pólitík?

Það er að koma æ betur í ljós að kap­ít­al­ismi (mark­aðs­kerfi) – án afskipta rík­is­valds­ins – fær ekki stað­ist til lengd­ar. Ástæð­urnar eru marg­ar, en sú hel­st, að sam­þjöppun auðs og valds á fárra hendur er inn­byggð í kerf­ið. Fjár­mála­kerfi, sem þjónar þeim til­gangi að ávaxta fé hinna ofur­ríku, breyt­ist í kap­ít­al­isma á ster­um. Eft­ir­sókn eftir skamm­tíma­gróða verður alls­ráð­andi. Það breyt­ist í bólu­hag­kerfi sem að lokum springur í banka­kreppu sem skatt­greið­endur – ríkið – verða að bjarga til að forða alls­herj­ar­hruni. Þetta ger­ist með reglu­legu milli­bili. Þetta gerð­ist á árunum 2008-9. Mörg þjóð­ríki – ekki síst innan ESB hafa enn ekki náð sér. Þetta á eftir að ger­ast aftur nema ríkið grípi í taumana í tæka tíð.

Það er m.ö.o. mis­skiln­ingur að póli­tík snú­ist um val milli þess að vera mark­aðs­sinni eða rík­is­for­sjársinni. Afnám mark­aðs­kerf­is­ins í sov­ét­inu sál­uga bauð upp á svelt­andi sós­í­al­isma. Ster­a-kapital­ismi – mark­aðs­kerfi án rík­is­af­skipta – end­aði í heimskreppu 1929 og lauk ekki fyrr en í heims­styrj­öld sem kost­aði tugi millj­óna manns­lífa. Það var rík­is­valdið sem forð­aði okkur frá nýrri heimskreppu 2008. Í milli­tíð­inni hafa nær öll þjóð­ríki heims orðið fyrir barð­inu á bólu­hag­kerfum og mini-kreppum mark­aðs­kerf­is, sem var annað hvort án afskipta rík­is­valds­ins eða það lét ekki að stjórn. Það þarf ekki frekar vitn­anna við að ster­a-kap­ít­al­ismi er ósjálf­bær. Og það sem verra er: Ef ekki verður gripið í taumana mun hann fyr­ir­sjá­an­lega tor­tíma líf­rík­inu og gera jörð­ina óbyggi­lega.

Gullöld jafn­að­ar­stefnu

Æ fleiri horfa nú með sökn­uði til tíma­bils­ins 1950-1980 sem nú er kennt við hina sós­í­al-demókrat­ísku gullöld Evr­ópu. Norð­ur­lönd voru þá í far­ar­broddi. En hið félags­lega mark­aðs­kerfi Evr­ópu dró dám af þeim. Umgjörðin um alþjóða­kerfið (kennt við Bretton-Woods) var umsamið fast­geng­is­kerfi gjald­miðla. Fjár­mála­mark­aðir lutu stjórn þjóð­ríkja. Mark­aðs­kerfið laut sam­keppn­is­regl­um, sem ríkið setti og milli­ríkja­samn­ingar greiddu götu alþjóða­við­skipta. Mark­aðir lutu stjórn þjóð­rík­is­ins.

Innan landamæra þjóð­ríkja voru byggð upp vel­ferð­ar­ríki. Hlutur rík­is­ins í þjóð­ar­tekjum óx frá ca. 20 % í 45- 50%. Ríkið tryggði öllum almanna­trygg­ing­ar, aðgengi að mennt­un, stuðl­aði að fullri atvinnu og sá fyrir því að allir fengu hús­næði á við­ráð­an­legum kjör­um. Þetta var fjár­magnað með stig­hækk­andi sköttum þar sem fjár­magns­eig­endur og hinir efna­meiri greiddu meira til sam­eig­in­legra þarfa en hinir lægst laun­uð­u.

Þrátt fyrir háa skatta og víð­tæk afskipti af mörk­uðum var hag­vöxtur mun meiri en á yfir­stand­andi tíma­bili nýfrjáls­hyggj­unnar (1980-2020) sem og fram­leiðni. Lífs­kjör fóru hrað­batn­andi og jöfn­uður í eigna- og tekju­skipt­ingu fór vax­andi, vegna afskipta rík­is­valds­ins af mörk­uð­u­m.  Mark­aðir eru nefni­lega ekki sjálf-­leið­rétt­andi. Afskipti rík­is­ins af mörk­uðum draga ekki úr hag­vexti og fjár­fest­ingu, né sköpun starfa. Þvert á móti. Heima­trú­boð nýfrjáls­hyggj­unnar hefur ekki stað­ist dóm reynsl­unn­ar. Trú­boð­arnir hafa reynst vera fals­spá­menn í þjón­ustu auð­valds­ins.

Upp­reisn gegn vel­ferð­ar­rík­inu

Yfir­stand­andi tíma­bil nýfrjáls­hyggj­unnar (1980-2020) hófst sem upp­reisn gegn vel­ferð­ar­rík­inu. Þetta byrj­aði allt saman með valda­töku Thatcher í Bret­landi og Reagan í Banda­ríkj­un­um. Trú­boðið sner­ist um að hætta afskiptum rík­is­ins af mörk­uð­um; að einka­væða rík­is­eignir og að lækka skatta á fjár­magns­eig­end­um. Þetta átti að örva hag­vöxt, sem að lokum myndi „seytla“ niður til allra. Hag­vaxta­flóðið átti að lyfta öllum bát­um. Þau þjóð­ríki sem ekki spil­uðu eftir leik­reglum nýfrjáls­hyggj­unnar myndu helt­ast úr lest­inni í hag­vaxt­ar­kapp­hlaup­inu og verða stöðnun og atvinnu­leysi að bráð. Nú, fjórum ára­tugum síð­ar, vitum við bet­ur. Nýfrjáls­hyggjan er hug­mynda­lega og hag­fræði­lega gjald­þrota rétt eins og Sov­ét­komm­ún­ism­inn. Nýfrjáls­hyggju­trú­boð­arnir eru greini­lega and­lega skyldir komm­ún­ist­um: Báðir trúa á Stóra­sann­leik, sem stenst í hvor­ugu til­vik­in­u.

Afleiðingin af þess­ari þjóð­fé­lags­til­raun nýfrjáls­hyggj­unnar lýsir sér í svo hrað­vax­andi ójöfn­uði í eigna- og tekju­skipt­ingu, að sam­þjöppun auðs og valds í höndum örfá­menns for­rétt­inda­hóps er orðin grafal­var­leg ógn við lýð­ræð­ið, sem hvar­vetna í heim­inum er nú orðið á und­an­haldi. Tökum dæmi af háborg ster­a-kap­ít­al­ism­ans – Banda­ríkj­un­um. Hvað hefur gerst á tíma­bil­inu frá 1970-2018? Hlutur hinna ofur­ríku (1% þjóð­ar­inn­ar) í þjóð­ar­auðnum hefur auk­ist úr 22% í 37% þjóð­ar­auðs­ins. Hlutur hinna (90% þjóð­ar­inn­ar) hefur minnkað úr 40% í 27% þjóð­ar­auðs­ins. Það hafa orðið alger umskipti varð­andi auð og völd: Það sem 90% þjóð­ar­innar hefur tapað hefur for­rétt­inda­hópur fjár­magns­eig­enda áunn­ið.

Og hvað með tekju­skipt­ing­una? Frá árinu 1980 hafa tekjur 0,1% hinna ofur­ríku auk­ist um 320%. Tekjur hinna vell­ríku (0,01% þjóð­ar­inn­ar) hafa vaxið um 430%. Og tekjur hinna stjarn­fræði­lega ríku (0,001% þjóð­ar­inn­ar, sem sam­anstendur af 2300 ein­stak­ling­um) hafa vaxið um 600%.

Hvað með þann helm­ing þjóð­ar­innar (50% íbúa­fjöld­ans) sem telj­ast til hinna lág­laun­uðu? Tekjur þeirra, að teknu til­liti til verð­bólgu, hafa vaxið árlega um 0,1% á þessum fjórum ára­tug­um. Þess sér engin merki að hag­vaxt­ar­flóðið hafi lyft öllum bát­um, né heldur að neitt hafi „seytlað nið­ur“ eða molar hrotið af borðum hinna rík­u.

Valda­til­færsla: frá fólk­inu til fjár­magns­eig­enda

Og auði fylgja völd. Hinir ofur­ríku eiga ekki bara fjár­mála­kerf­ið, stór­fyr­ir­tækin og hafa ráðn­ing­ar­vald­ið. Þeir eiga líka fjöl­miðl­ana, hug­veit­urn­ar, flesta póli­tíku­sana, og ráða þar með leik­regl­unum og þar með talið skatt­kerf­inu. Nið­ur­staðan er þessi: „Við getum búið við lýð­ræði eða við sættum okkur við að auð­ur­inn safn­ist á fáar hendur – en við getum ekki búið við hvort tveggja“ – svo vitnað sé til orða Luis Brandeis, for­seta Hæsta­réttar Banda­ríkj­anna (sem Brandeis col­lege er kenndur við, þar sem margir Íslend­ingar hafa stundað nám, þ.á.m. Geir Haar­de, fv for­sæt­is­ráð­herra).

Er þetta eitt­hvert nátt­úru­lög­mál? Nei, þetta er póli­tík. Með vax­andi mis­skipt­ingu auðs og tekna, fylgir líka mis­skipt­ing valds og áhrifa. Völdin hafa færst frá almenn­ingi til fjár­mála­el­ít­unn­ar. Frá full­trúum laun­þega (verka­lýðs­hreyf­ing­unni) til atvinnu­rek­enda. Frá þjóð­ríkjum til alþjóða­væddra auð­hringa; frá þjóð­þingum til þjófræð­is. Eitt athygl­is­vert auð­kenni þess­arar þró­unar er eft­ir­far­andi: Það sem hér áður fyrr var talin vera venju­leg þjón­ustu­grein við atvinnu­líf­ið, bók­hald kennt við lög­gilta end­ur­skoð­un, er nú orðið að alþjóð­legri og hálaun­aðri ráð­gjafa­starf­semi með hund­ruð þús­unda sér­fræð­inga í skattsvikum í sinni þjón­ustu.

Að sögn sér­fræð­inga Berkley háskóla í skatta­brans­anum ganga þessir auð­hringar undir nafn­inu „The Big Four“ (Deloitte, Ernst and Young, KPMG og PriceWa­ter­Hou­seCooper). Undir þeirra vernd­ar­væng hefur orðið til þriðja stærsta hag­kerfi heims, skattaparadís­ir. Á afviknum stöð­um, aflandseyjum og útnárum heims­ins. En ekki bara þar heldur líka þar sem síst skyldi, innan vébanda ESB, sem ætti að vera fremst í flokki fjöl­þjóða­stofn­ana við að koma lögum yfir þjóð­ríki, sem selja full­veldi sitt í þjón­ustu lög­brjóta við að stela skatt­stofnum ann­arra ríkja (og rétt­læta það með því að það þurfi að svelta vel­ferð­ar­ríkin til hlýðn­i).  Lúx­em­borg, Malta, Kýp­ur, já og Nið­ur­lönd­in, Írland og öll eykrílin undir vernd bresku krún­unn­ar. Binda ekki Brex­it-­sinn­arnir vonir sínar um að í stað­inn fyrir stóra Bret­land, geti litla Eng­land blómstrað í City of London sem skattapara­dís fram­tíð­ar­inn­ar?

Nið­ur­staða: Nýfrjáls­hyggju­far­ald­ur­inn, sem hefur farið eins og eldur um sinu um heims­byggð­ina sl. 40 ár er orð­inn að alvar­legri ógn við lýð­ræð­ið, vel­ferð­ar­ríkið og sjálft líf­rík­ið. Um hvað er póli­tík? Hún á að vera um það að taka í taumana í tæka tíð til þess að afstýra þess­ari fyr­ir­sjá­an­legu ógn. Kunnum við það? Já – við höfum gert það áður. Það heitir Nor­ræna mód­el­ið. Sumir kalla það hið félags­lega mark­aðs­kerfi Evr­ópu. Við þurfum að mynda póli­tískt banda­lag allra þeirra sem hafa hags­muna að gæta í því að hrinda yfir­stand­andi árás á vel­ferð­ar­ríkið og líf­rík­ið.

Ef við ein­blínum á aðal­at­riðin kemur í ljós að það er miklu fleira sem sam­einar en sundr­ar. Við erum meiri­hlut­inn. Virkjum lýð­ræð­ið. Sam­ein­umst um praktískar lausnir sem duga.

Ítar­efni sem er kveikjan að þess­ari grein má finna í eft­ir­far­andi bók­um:

  • Saez og Zuck­man: The Tri­umph of Inju­st­ice; How the rich dodge taxes and how to make them pay. W.W. Norton and Company 2019
  • Atk­ins­son, A: Inequ­ality; What can be done? Harvard Uni­versity press 2015.
  • Piketty, T: Capi­tal and Ideo­logy. The Belknap Press of Harvard Uni­versity 2019.)

Höf­undur er fyrr­ver­andi for­­maður Alþýð­u­­flokks­ins og utan­rík­is­ráð­herra.

 

DEILA