Samanburður á orkukostnaði heimila árið 2019 – Raforkuverð hæst í þéttbýli á Patreksfirði

Líkt og undanfarin ár, hefur Byggðastofnun fengið Orkustofnun til að reikna út kostnað á ársgrundvelli við raforkunotkun og húshitun, á sömu fasteigninni á nokkrum þéttbýlisstöðum og nokkrum stöðum í dreifbýli. Við útreikninga þessa er almenn rafmagns notkun og fastagjald tekin saman annarsvegar og hitunarkostnaður hinsvegar. Gjöldin eru reiknuð út samkvæmt gjaldskrá þann 1. september 2019 en til samanburðar eru gjöld frá sama tíma árin 2016 til 2018 en miðað er við sömu staði og fyrri ár en Mosfellsbæ og Hafnarfirði var bætt inn árið 2018.
Viðmiðunareignin er einbýlishús, 140 m2 að grunnfleti og 350m3. Almenn raforkunotkun er sú raforka sem er notuð í annað en að hita upp húsnæði, s.s. ljós og heimilistæki en miðað er við 4.500 kWst í almennri rafmagns notkun og 28.400 kWst við húshitun án varmadælu en 14.200 kWst með varmadælu.

Raforka

Lægsta mögulega verð sem notendum stendur til boða á hverjum stað, með flutnings- og dreifingarkostnaði, fæst í Mosfellsbæ, í Reykjavík, á Seltjarnarnesi og á Akranesi, um 78 þ.kr. Hæsta gjald í þéttbýli er á Patreksfirði 91 þ.kr. en áberandi hærri eru verðin í dreifbýli. Hjá Orkubúi Vestfjarða er lægsta mögulega verð í dreifbýli 53% hærra en lægsta mögulega verð.

Húshitun

Þegar kemur að húshitunarkostnaði er munurinn á milli svæða öllu meiri en munurinn á hæsta og lægsta gjaldi er um 205%. Lægsta mögulega verð er hæst í dreifbýli án hitaveitu hjá RARIK og Orkubúi Vestfjarða, á Hólmavík, í Grundarfirði, á Neskaupstað, á Reyðarfirði og í Vopnafjarðarhreppi kr. 194 þ.kr.
Heildarorkukostnaður

Ef horft er til lægsta mögulega verðs heildarorkukostnaðar þá er hann, líkt undanfarin ár, hæstur í dreifbýli á orkuveitusvæði Orkubús Vestfjarða nú kr. 314 þ.kr. Heildarorkukostnaður í dreifbýli á orkuveitusvæði RARIK er örlítið lægri kr. 313 þ.kr.

DEILA