Rækjuleiðangur

Mánudaginn 20. apríl fer rannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson í 5 daga leiðangur í Jökuldjúp, Kolluál og sunnanverðan Breiðafjörð.

Markmið verkefnisins er að skoða magn og útbreiðslu rækju og meta stofnstærð hennar.

Niðurstöður leiðangursins verða notaðar til að veita ráðgjöf um rækjuveiðar á svæðinu við Snæfellsnes frá 1. maí næstkomandi. Teknar verða 31 fyrirfram ákveðnar stöðvar sem dreift er um allt rannsóknasvæðið.

Svæðið hefur verið vaktað með þessum hætti frá árinu 1990. Fylgjast má með gangi leiðangursins á skip.hafro.is þar sem sjá má staðsetningar stöðva.

DEILA