Sýningin Kortakallinn Smári var opnuð þann 7. mars sl. í Safnahúsinu á Ísafirði. Fáeinum dögum síðar var komið samkomubann.
Það eru því margir sem ekki náðu að skoða sýningu bæjarlistamanns Ísafjarðarbæjar, Ómars Smára Kristinssonar, þar sem sjónum er beint að kortavinnu Smára á norðanverðum Vestfjörðum og sýnt er frá ferli nokkurra verka, frá fyrstu skissum til prentaðrar afurðar.
Það er hins vegar ekkert í vegi fyrir því að miðla hluta sýningarinnar á veraldarvefnum þannig að fólk geti notið hennar heima í stofu.
Nú er hægt að skoða hluta af sýningu Ómars Smára Kristinssonar á veraldarvefnum þar sem finna má áhugavert og skemmtilegt myndband sem sýnir hvernig hann vinnur kortin sín
https://www.youtube.com/watch?v=q5KWrLhgh_k&feature=share&fbclid=IwAR3NvVP2PGoN2aL6Spp05ne7PgiNuz57mC1NJPHRf9MpRdXITB4EyLT6OwE