Alls voru á þriðja tug gamanmynda sendar inn í 48 stunda gamanmyndakeppnina sem Gamanmyndahátíð Flateyrar og Reykjavík Foto stóðu fyrir.
Nú eru allar gamanmyndirnar í keppninni aðgengilegar á heimasíðu Gamanmyndahátíðar Flateyrar
( https://www.IcelandComedyFilmFestival.com )
Þar geta landsmenn notið þess að horfa á fjölbreyttar og skemmtilegar gamanmyndir með þemanu “Heppni / Óheppni” sem voru unnar á aðeins 48 klst.
Áhorfendum gefst einnig tækifæri á að kjósa um fyndnustu gamanmyndina og hlítur sigurvegarinn veglega Canon myndavél frá Reykjavík Foto.
Allir þátttakendur fá einnig hátíðararmband á Gamanmyndahátíð Flateyrar sem verður haldin í fimmta sinn í ágúst á þessu ári.
Keppendur í 48 stunda gamanmyndakeppninni voru á öllum aldri og frá öllum landshlutum. Þar má bæði sjá unga krakka stíga sín fyrstu spor í kvikmyndagerð sem og reyndari kvikmyndagerðarmenn. Öll með það að markmiði að gera gamanmynd til að létta landanum á þessum furðulegu tímum.
Kosningu um fyndnustu gamanmyndina líkur 20. apríl og verður sigurvegarinn krýndur í kjölfarið.
Hægt er að horfa og kjósa fyndnustu myndina á eftirfarandi vefslóð:
https://www.icelandcomedyfilmfestival.com/48-stunda-gamanmyndakeppni