Góð grásleppuveiði

Samkvæmt upplýsingum Landssambands smábátaeigenda frá 6 apríl hefur grásleppuvertíðin farið vel af stað.

Veiði á hvern báta er helmingi meiri en á sama tíma í fyrra og afli hverrar veiðiferðar einnig nokkuð betri.

Það veldur hins vegar miklum vonbrigðum hversu fækkað hefur bátum sem stunda veiðarnar, nú er 38% færri á veiðum en á sama tíma í fyrra aðeins 67 bátar búnir að leggja en voru 103 á sama tíma í fyrra í fyrra.

Margar ástæður liggja að baki fækkuninni.
Flestir segja allan kostnað við veiðarnar hafa stóraukist á undanförnum árum og hæpið að verð sem nú er í boði skili hagnaði af veiðunum.
Önnur skýring er óvenjuslæmt veður, sem nánast hefur staðið linnulaust frá því lok nóvember.
Þriðja skýringin sem menn nefna er Covid-19.

DEILA