Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, í samstarfi við Íslenska erfðagreiningu, stendur fyrir skimun á Patreksfirði fyrir Covid-19 smiti 23. og 24. apríl.
Skimað verður í félagsheimilinu. Aðkoma er merkt á korti, en einstefna er inn og út úr húsinu til að halda 2 metra fjarlægð.
Skimunin er fyrir einstaklinga sem ekki finna fyrir einkennum og er ókeypis. Einstaklingar í sóttkví eða einangrun skulu halda sig heima.
Þeir sem finna til einhverra einkenna skulu hafa samband við 450-2000 til að fá tíma í sýnatöku hjá heilbrigðisstofnuninni.
Heilbrigðisstarfsfólk tekur sýni úr bæði hálskoki og nefkoki. Niðurstaða greiningarinnar verður birt á vefnum heilsuvera.is og hringt er í alla sem reynast bera smit.
Bóka þarf tíma á vef Íslenskrar erfðagreiningar, https://bokun.rannsokn.is/. Opnað verður fyrir bókanir þegar nær dregur. Best er að nota rafræn skilríki en hægt er einnig að nota kennitölu og símanúmer.
English
Íslensk erfðagreining (deCODE genetics) is screening for COVID-19 in the general population in Patreksfjörður and surroundings.
The objective is to learn about community spread of the virus.
The testing is free of charge. You can register by visiting https://bokun.rannsokn.is/. The site accepts booking a few days in advance. Electronic ID or kennitala and telephone number are needed to register.
Polski
Íslensk erfðagreining (deCODE genetics) i Instytut Zdrowia Westfjords prowadzą badania na Islandii, testując COVID-19. Zostanie przetestowany na Patreksfjordur w dniach 23 i 24 kwietnia.
Celem badania jest poznanie sposobu rozprzestrzeniania się wirusa w społeczności.
Testowanie jest bezpłatne. Możesz się zarejestrować, odwiedzając stronę internetową: https://bokun.rannsokn.is/. Rezerwacje wkrótce się otwierają. Konieczne jest posiadanie dowodu osobistego lub numeru ubezpieczenia społecznego i numeru telefonu.