Snemma sunnudagsmorguninn 29. mars komu togararnir Páll Pálsson ÍS 102 og Júlíus Geirmundsson ÍS 270 til hafnar á Ísafirði og bæði skipin með góðan afla
Páll með um 90 tonn af þorski eftir stutta veiðiferð á miðin fyrir Norðurlandi.
Júlíus með góðan afla að verðmæti 260 milljónir króna eftir 30 daga veiðiferð og millilöndun í Reykjavík.
Það er sérstakt í þessu tilfelli að skipstjórar skipanna að þessu sinni voru bræðurnir Skarphéðinn Gíslason á Páli og Njáll Flóki Gíslason á Júlíusi.