og aldeilis þá þarf áttum að ná

Indriði á Skjaldfönn hefur lítið getað brugðið sér af bæ síðustu vikur vegna óveðurs og ófærðar. Hefur stundum verið harðsótt frá bæ að útihúsi að sauðfénu þótt það sé nánast innan seilingar.

En þá hefur gefist meiri tími til yrkinga  og vísur og ljóð hafa streymt frá Skjaldfönn á vefinn.

 

Óvænt innan um allar fréttirnar af óveðri og annarri óáran kom ein vísa um Ömmu á Rauð gamla:

 

Saga úr sveitinni.

Amma mín fór á honum Rauð

eins og kólfi skotið

að sækja bæði súrmjólk og brauð.

Í sóttkví stefndi kotið.

 

Það kom upp umræða um þörf á afleysingaþjónustu í sveitum og sjálf ríkisstjórnin tók málið fyrir.

 

 

Framtíð er í sveitum svört.

Sviðsmyndin þar miður björt,

ef að veiru andskotinn,

allann drepur bústofninn.

 

Dómsmálaráðherrann fær ekki sérstök blíðmæli innan úr Djúpi fyrir framlag sitt um sölu áfengis, en þær hugmyndir falla í grýtta jörð í Skjaldfannardal:

 

Lýðheilsuvandamálið Áslaug Arna.

Í heibrigðisvá þarf í spilin að spá

svo stefnan fari ekki í verra

og aldeilis þá þarf áttum að ná

hin ölsjúki dómsmálaherra.

 

DEILA