Vilt þú leggja Rauða krossinum lið?

Í frétt frá Rauða krossinum segir að í þeim fordæmalausu aðstæðum sem við glímum nú öll við höfum við fundið fyrir ótrúlegum velvilja samfélagsins.
Það hjálpar okkur að vera til staðar nú þegar mikil þörf er fyrir hendi.
Rauði krossinn er viðbragðsfélag sem aðlagar starfsemi sína aðstæðum. Verkefnin framundan eru stærri, erfiðari og kostnaðarsamari en áður.

Um leið og við færum öllum þakkir fyrir samheldni og frábær viðbrögð hvetjum við þig til að leggja okkur lið á meðan við sigrumst saman á COVID-19 faraldrinum.

Hægt er að styðja Rauða krossinn á þessum fordæmalausu tímum með því að gerast Mannvinur.(www.mannvinir.is)

Rauði krossinn rekur sóttvarnarhús og Hjálparsímann 1717 sem veitir sálrænan stuðning og tekur við yfirfalli frá símanúmeri Læknavaktarinar 1700.

Á álagstímum eins og þessum skiptir framlag Mannvina öllu máli.

Þá getur fólk líka skráð sig sem tímabundinn sjálfboðaliða sem Rauði krossinn getur leitað til ef á þarf að halda.

Rauði krossinn er elsta og útbreiddasta mannúðarhreyfing í heimi, með starfsemi í 189 löndum. Rauði krossinn á Íslandi var stofnaður 10. desember 1924.

DEILA