ÚR VÖR rær lífróður

Patrekshöfn. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Sunnudaginn 15. mars fagnaði vefritið ÚR VÖR eins árs afmæli.

ÚR VÖR er vefrit sem fjallar um hvernig fólk á landsbyggðinni notar skapandi aðferðir til að leita lausna.
Lífið er ekki bara saltfiskur það vita aðstandendur ritsins og þeir vilja varpa viljum ljósi á allt hið frábæra sem fram fer á landsbyggðinni varðandi nýsköpun, list, menningu og frumkvöðlastarf, í hvaða formi sem er, með því að veita fólki innblástur.

Af þeim sem hafa skrifað í ritið eru margir búsettir á Þingeyri og í Vesturbyggð og það hafa birst um 160 greinar um málefni menningar og landsbyggðar á þessu eina ári, víðs vegar að af landinu.

Til þess að tryggja áframhaldandi rekstur hefur sett af stað áskriftarsöfnun í gegnum Karolina Fund og vefritið verður því fjármagnað af lesendum.

Nokkrir áskriftarmöguleikar eru í boði og hægt er að gerast áskrifandi frá rúmum 1.000 krónum á mánuði, sem er gjöf en ekki gjald og slíkur stuðningur myndi muna rosalega miklu.

Þannig að þeim sem líkar við skrif og efnistök og vilja sjá vefritið lifa og dafna þá er um að gera að gerast áskrifandi, en hægt er að gera það hér í þessum hlekk: https://www.karolinafund.com/project/view/2818

DEILA