Sjónvarpsdagskrá RÚV aukin vegna COVID-19:

Nú hefur verið ákveðið að frá og með deginum í dag hefjist sjónvarpsdagskrá RÚV klukkan 9:00 á morgnana. Er þetta gert til að gleðja þá landsmenn sem sitja fastir heima við í sóttkví vegna COVID-19 og þeirra íbúa á dvalarheimilum aldraða sem ekki geta lengur tekið á móti gestum eða tekið þátt í félagsstarfi vegna faraldursins.

Morgunútsendingarnar standa yfir til föstudagsins 13. mars og verður staðan endurmetin eftir næstu helgi. Verði staðan sú sama mánudaginn 16. mars halda morgunútsendingarnar áfram.

Fjölbreytt dagskrá er í boði fyrir áhorfendur á meðan að ástandinu varir. Dagskrá hefst á barnaefni fyrir yngstu aldurshópana og svo taka við íslenskir heimilda- og skemmtiþættir í bland við erlenda heimilda- og dýralífsþætti.

Umræða um lengri útsendingartíma RÚV hófst fljótlega eftir að landsmönnum í sóttkví fjölgaði og kvaðir voru settar á félagslíf og heimsóknir á dvalarheimilum aldraða.

Stefán Eiríksson, útvarpsstjóri, segir að til skoðunar sé að auka útsendingartíma og verið væri að skoða hverslags efni færi þá í sýningu. Þá kom einnig fram að landlæknir hefði nefnt að fjölmargir bundnir heima hjá sér eða á stofnunum sem öllu jöfnu myndu sækja sér sjúkraþjálfun og leikfimi. Stefán nefndi þá að verið væri að skoða hvort til greina kæmi að safna saman gömlum leikfimiþáttum og gera aðgengilega.

DEILA