Vestfirsku hagyrðingarnir Indriði á Skjaldfönn og Jón Atli Reykhólajarl eiga það til að senda hvor öðrum vísnasendingar yfir fjöllin í gegnum netið. Eru þeir ekki alltaf að strjúka hvor öðrum.
Í dag settist Indriði við tölvuna í Skjaldfannardal og orti um Jón.
Víst mér þykir vænt um Jón.
Vil honum allt hið besta.
En að vera fjandans flón
finnst mér drenginn lesta.
Jón Atli svaraði að bragði:
Hoppar enn um holt og börð
hans þó leggur fúni.
Sækir ráð í sauðahjörð
sem er út á túni.