Minni ferskur fiskur til Bretlands

Horft yfir Lækjarbryggju í Bolungavíkurhöfn. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Út­breiðslu kór­ónu­veirunn­ar er tal­in hafa áhrif á eft­ir­spurn eft­ir fersk­um sjáv­ar­af­urðum frá Íslandi.

Þannig hafa versl­un­ar­keðjurn­ar Sains­burys og Tesco sem eru með þúsund­ir versl­ana í Bretlandi ákveðið að loka fisk- og kjöt­borðum sín­um auk þess sem mat­sölu­stöðum inn­an versl­ananna verður líka lokað.

Þessar aðgerðir eru til þess falln­ar að valda ís­lensk­um út­gerðaraðilum áhyggj­um þar sem sam­drátt­ur verður í eft­ir­spurn eft­ir fersk­um afurðum frá Íslandi.

Því má búast við því að fiskverð á mörkuðum muni lækka verulega á næstu vikum og mun það meðal annars hafa mikil áhrif á útgerð minni báta sem selja eingönu á markaði.

DEILA