Jón Páll Hreinsson: mikilvægt að stöðva útbreiðsluna strax

Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri í Bolungavík segir mikilvægt að allir sem einn fylgi fyrirmælum og útbreiðslan verði stöðvuð strax í fæðingu.

Covid-19 smit hefur verið staðfest í Bolungarvík og hluti Grunnskólans verið sendur í úrvinnslusóttkví.

„Úrvinnslu sóttkví er afar mikilvægt tæki fyrir þá sem eru að vinna hörðum höndum við að rekja smit og komast að því hvaðan þetta kemur. Þannig er hægt að einangra smitleiðir og koma í veg fyrir að það dreifi sér eins hratt og langt og annars mundi verða. Við eigum og verðum að hjálpa þeim sem eru að hjálpa okkur.

Ef þú þarft ekki að vera á ferðinni og ef þú kemst hjá því að eiga í samskiptum sem geta aukið líkur á smiti þá skalltu einfaldlega ekki gera það. Það er hægt að komast í gegnum þetta án þess.

Við þurfum svo öll að muna að við endan á þessu ástandi er björt framtíð Bolungarvíkur. Við erum frábært samfélag og það kemur í ljós þegar á bjátar að við getum unnið saman og sigrast á þessum vágesti.“

DEILA