Ísafjarðarbær úthlutar menningarstyrkjum

Tvisvar á ári úthlutar Ísafjarðarbær styrkjum samkvæmt reglum um úthlutun styrkja til menningarmála. Styrkir sveitarfélagsins geta aldrei verið hærri fjárhæð en sem nemur helmingi alls kostnaðar. Styrkur Ísafjarðarbæjar til einstaks verkefnis getur almennt ekki verið hærri en 250.000 kr., en bæjarstjórn getur breytt því hámarki við gerð fjárhagsáætlunar.

Eftirtaldir aðilar fengu styrk við fyrri úthlutun ársins 2020.

Andri Pétur Þrastarson, tónlistarútgáfa: 50.000,-
Arts Iceland, Vísindi listanna / Listin í vísindunum: 75.000,-
Ferðaþjónar á Flateyri, menningardagskrá sumarið 2020: 100.000,-
Fjölnir Már Baldursson, framleiðsla stuttmyndar: 100.000,-
Gallerý Úthverfa, sýningaröð í Gallerí Úthverfu: 100.000,-
Gísla saga, fantasíuhátíð í Dýrafirði 2021: 100.000,-
Litli leikklúbburinn, vinnustofa: 100.000,-
Samúel Einarsson, tónlistarútgáfa: 50.000,-
Sæbjörg Freyja Gísladóttir, Að búa með fjöllum, prentun og umbrot bókar: 50.000,-
Sæunn Þorsteinsdóttir, Bach á sumarsólstöðum – Sex svítur, sex kirkjur, tónleikaröð: 100.000,-
Verslunin Bræðurnir Eyjólfsson, útgáfa barnabókar: 50.000,-

DEILA