Ríkiskaup framkvæmdu á síðasta ári sameiginlegt örútboð á raforku fyrir 138 A hluta stofnanir ríkisins, eftir að nýr rammasamningur (RS) um raforku tók gildi í lok september 2019.
Niðurstaða örútboðsins var mjög góð. Áætlaður árlegur viðbótar ávinningur nemur rúmlega 70 milljónum króna eða að meðaltali 15% lækkun á fyrri viðskiptakjörum stofnanna.
Samið var til fjögurra ára og nemur þá samanlagður áætlaður ávinningur stofnanna um 280 milljónum króna á óbreyttum kjörum.
Samkeppni um viðskiptin var góð, öllum samningsaðilum var boðin þátttaka og bárust tilboð frá meirihluta seljenda innan rammasamnings.
Á fundi Bæjarráðs Ísafjarðarbæjar þann 2 mars var kynnt minnisblað Eyþórs Guðmundssonar, innkaupa- og tæknistjóra og Þórdísar Sifjar Sigurðardóttir, starfandi bæjarstjóra, dags. 27. febrúar sl., vegna útboðs á raforku innan rammasamninga.
Í bókun bæjarráðs kemur fram að bæjarráð leggur til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að fara að tillögu Ríkiskaupa um útboð.