Í frétt frá Heilbrigisstofnun Vestfjarða kemur fram að í gær greindist fyrsti einstaklingurinn með Covid-19 á norðanverðum Vestfjörðum, en hingað til hafa smitaðir Vestfirðingar ekki verið heima hjá sér þegar smit hefur greinst.
Unnið er að smitrakningu. Haft hefur verið samband við alla sem þurfa að grípa til ráðstafana að svo stöddu.
Nú þegar hafa nokkur sýni verið tekin og fleiri sýni verða tekin í dag. Þá er nokkur fjöldi fólks í sóttkví og einangrun tengt smitinu og mun sá fjöldi taka breytingum eftir því sem smitrakningu vindur fram og niðurstöður sýna liggja fyrir.
Fólk með einkenni Covid-19 getur á dagvinnutíma leitað til Heilbrigðisstofnun Vestfjarða í síma 450 4500 eða á netspjalli, og utan dagvinnutíma í síma 1700.
Tekin eru sýni samkvæmt mati læknis, sem fylgir leiðbeiningum sóttvarnalæknis. Þar sem pinnaskortur er ekki lengur yfirvofandi eru skilmerki vægari en þau voru á tímabili.
Eðlilegt er að finna fyrir áhyggjum og jafnvel kvíða. Landlæknir gaf nýlega út 10 heilræði á tímum kórónuveiru sem gagnlegt getur verið að líta til